138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:01]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er akkúrat punkturinn. Við eigum að fresta þessari umræðu fram á vor. Við eigum að senda nýja samninganefnd til Bretlands og Hollands sem bendir Bretum og Hollendingum t.d. á ræðu fjármálaráðherra Hollands þar sem hann segir beinum orðum að skattgreiðendur eigi ekki að borga. Þessi tryggingakerfi virka ekki þegar allsherjarhrun verður. Hann segir þetta. Þessu eigum við að halda undir nefinu á þeim og segja jafnframt: Þið áttuð líka að bera ábyrgð á Icesave. Við eigum að minnka kröfuna stórlega, við eigum að lækka vextina og við eigum að gera það miklu liprara fyrir íslenska þjóð. Hún hefur alveg nóg með sitt bankahrun.