138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:10]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég bar fram í dag spurningu til forseta undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem mig langaði til að fá það á hreint hvað það kostaði íslenska ríkið að hafa Alþingi Íslendinga opið 24 klukkustundir. Ég bað um að þær upplýsingar mundu verða komnar til mín fyrir kl. sex í dag. Ég hef ekkert heyrt frá skrifstofu þingsins. Nú virðist stefna í að þetta verði annar sólarhringurinn sem Alþingi er haft opið með öllum þeim starfsmönnum sem þurfa að vera í húsinu. Getur forseti upplýst hvað sólarhringur Alþingis kostar þjóðina?