138. löggjafarþing — 37. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:40]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég bar fram spurningu í dag og ég bar hana fram hér í kvöld. Ég bað um þær upplýsingar hvað það kostaði að Alþingishúsið væri opið 24 klukkutíma í einum rykk. Nú er þetta önnur nóttin sem Alþingi starfar hér, hvað kostar þetta í mannafla og hvað kostar þetta íslensku þjóðina þar sem alls staðar eru sparnaðaraðgerðir? Er hægt að fá svar við því hvað þetta kostar?