138. löggjafarþing — 37. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:47]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hyggst freista þess að klára mælendaskrána. Nú eru 10 á mælendaskrá og hver og einn með 10 mínútur þannig að hv. þingmenn ættu að geta reiknað það út hvenær þessum fundi gæti lokið.

Varðandi fund á morgun þá er hann áætlaður kl. 10.30. Forseti hélt fund í forsætisnefnd í dag og hún mun boða formenn þingflokka á sinn fund þegar hún telur tímabært að halda slíkan fund.