138. löggjafarþing — 38. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:17]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka fram að aldrei hefur staðið á stjórnarandstöðunni að semja um þessi mál, hvorki um dagskrá fundarins né heldur um málið sjálft. Þetta mál, Icesave-málið, er þannig vaxið að þegar það kom til þingsins var það með þeim skilaboðum að það ætti að stimpla það. (Gripið fram í.) Í rauninni var gefið út að því mætti ekki breyta á nokkurn hátt og þannig var meðferðin í fjárlaganefnd. Þar var ekki rætt það sem var til umfjöllunar. Menn neyðast til að ræða þetta mál í þingsölum fyrst staðan er þannig en við höfum ítrekað boð okkar um að taka önnur mál fram fyrir og afgreiða þau jafnvel skjótt og það boð stendur enn. Samningsviljinn (Forseti hringir.) er til staðar hjá stjórnarandstöðunni. Hann er ekki fyrir hendi hjá meiri hluta. (VigH: Rétt.)