138. löggjafarþing — 38. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Örstutt. Ég gleðst að sjálfsögðu yfir því að hér er matarhlé þótt ég hafi beðið óþreyjufullur eftir að halda mína 10. ræðu í 18 og hálfan tíma, en ég vildi gjarnan að hæstv. ráðherra yrði viðstaddur umræðuna. Ég óttast að boðun fundarins eða vitneskja um hann sé ekki til staðar hjá stjórnarliðum og því vildi ég gjarnan að forseti gerði ráðstafanir til þess að boða stjórnarliða aftur á fundinn, með sms eða öðrum hætti, þannig að þeir viti af þessum fundi. Það er greinilegt að þeir vita það ekki.