138. löggjafarþing — 39. fundur,  5. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[10:33]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hv. þingmaður skuli taka svona vel undir þessa tillögu vegna þess að eftir allt saman erum við ungir og reynslulausir í alþjóðasamningum. Við viðurkennum það en ríkisstjórnin viðurkennir það ekki, hún getur ekki skýlt sér á bak við að vera ung og reynslulaus, hún er getur einungis vísað til þess að hún sé kærulaus. Og þá vil ég frekar vera ungur og reynslulaus en kærulaus.

Eigum við að taka okkur saman bara næstu einn tvo daga, stjórnarandstaðan, og senda fyrirspurn til Lees Buchheits, sammælast um það að athuga hvort hann geti gefið einhvers konar mat, heildarmat, ekki eingöngu lögfræðilegt heldur hvort þetta séu eðlilegir samningar í því samhengi (Forseti hringir.) sem þeir eru gerðir?