138. löggjafarþing — 39. fundur,  5. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[10:50]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég mótmæli harðlega þeirri athugasemd sem frú forseti gerði við ummæli mín. Ég er með pappíra um þetta þar sem gjörsamlega nánast sama dag stangast á þau orð sem ráðherrann lét falla hérna og síðan það sem segir seinna um daginn. Þegar fólk segir svona hluti við mig get ég ekki túlkað þá öðruvísi en að hreinlega sé verið að ljúga að manni. (Gripið fram í: Hvers konar …) Þetta er ekki fyrsta dæmið um það (Gripið fram í.) og það er mjög alvarlegt þegar þannig er unnið. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Einn fund í salnum. Einn fund í salnum, hv. þingmenn.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Hljóð í salnum.)

Ég skal viðurkenna að ég er alveg ofboðslega reið yfir þessu. Ég er mjög ósátt. Það er talað um að stjórnarandstaðan sé með einhvern hræðsluáróður þegar við erum að benda á (Forseti hringir.) staðreyndir málsins en veit ég ekki betur en að þeirri vinnureglu hafi verið breytt, t.d. innan heilbrigðiskerfisins (Forseti hringir.) sem frú forseti ætti að þekkja ágætlega, að við segjum fólki nú orðið satt, t.d. þegar það fæst við mjög alvarlega (Forseti hringir.) sjúkdóma, en ljúgum ekki að því eins og var gert áður fyrr.

(Forseti (ÞBack): Ég bið hv. þingmenn að virða ræðutíma.)