138. löggjafarþing — 39. fundur,  5. des. 2009.

endurskoðendur.

227. mál
[17:01]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Við ræðum hér frumvarp til laga um endurskoðendur. Í þessu frumvarpi er það helst að afnema á tryggingarskyldu endurskoðenda og er það gert fyrst og fremst vegna þess að þeir geta ekki keypt sér tryggingu. Þetta er skarplega athugað að taka kröfuna út þannig að það eru ekki miklar athugasemdir við þetta frumvarp en þetta minnir okkur alþingismenn kannski á að hugsa málið til enda áður en við setjum lög.