138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

svör við fyrirspurnum og fyrirkomulag umræðna.

[12:43]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér í þingsal og utan hans ríkir mikið uppnám. Málin eru komin í þann farveg að um forsendubrest er að ræða, eins og fram kom í máli hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar. Ég fer fram á það við forseta að þessi fundur haldi ekki áfram fyrr en þingflokksformenn og forseti Alþingis hafa lokið sínum fundi sem fer fram hér í Alþingishúsinu. Það er algjörlega tilgangslaust að hefja þessa umræðu á meðan við vitum ekki hvar málið stendur.