138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

svör við fyrirspurnum og fyrirkomulag umræðna.

[12:46]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Ég vil taka undir óskir okkar þingmanna stjórnarandstöðunnar sem biðjum frú forseta að fresta þessum fundi þar til fundi þingflokksformanna með forseta lýkur. Ég á fyrstu ræðu um þetta mál, er næst á mælendaskrá og þætti óþægilegt að vera að ræða það þegar það er greinilega í fullkominni óvissu.

Ég spyr hæstv. forseta hvort hún geti svarað því úr forsetastól hvort henni hugnist sú ágæta hugmynd að fresta þessum fundi eitt augnablik þar til fundi forseta með þingflokksformönnum lýkur. Forseti þingsins er aðili að þessu samkomulagi og stóð fyrir því að það náðist. Ég trúi ekki öðru en forseti taki þessa beiðni til vinsamlegrar athugunar.