138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:46]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er hálfslegin yfir þessum nýju upplýsingum. Hér kemur formaður Sjálfstæðisflokksins, nýkominn af þessum formannafundi, og málið er algjörlega í tætlum. Forseti Alþingis tekur sig til og skrifar undir samkomulag við formenn stjórnmálaflokkanna og það er ekkert sem er þar á bak við. Frú forseti, ég krefst þess að þessum fundi verði frestað þar til þingflokkar geti komið saman og ráðið ráðum sínum í þessari nýju stöðu.