138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hef dálitlar áhyggjur. Ég hélt ræðu á laugardaginn og hef verið að fara í gegnum það hvaða hv. stjórnarliða hafa ekki tjáð hug sinn og þar á meðal var hv. þm. Atli Gíslason. Svo þegar ég kemst að í kvöld er hann farinn af þingi. Ég hef dálitlar áhyggjur af því að það verði meiri vanhöld á þeim sem stutt hafa málið hingað til.

Svo vil ég geta þess að fjórir hæstv. ráðherrar hafa aldrei tjáð sig í þessari seinni umræðu um málið. Maður veit ekkert hver afstaða þeirra er.