138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:05]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það eru þung skref sem við stígum í dag, alþingismenn, þyngri en við stigum þegar lög nr. 96/2009, voru samþykkt í lok ágústmánaðar. Framsóknarflokkurinn hefur lagt sig allan fram í þessu máli til að fá birt gögn sem haldið hefur verið leynd yfir, til að gera þjóðinni ljóst hversu óaðgengilegir og óæskilegir samningarnir voru, til að benda á hvernig málsmeðferðinni hefur verið háttað, til að við munum draga af því lærdóm og til að þjóðin muni aldrei gera sömu mistök aftur. Við munum halda áfram að berjast í þessu máli alveg þar til yfir lýkur.