138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:09]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Frú forseti. Þetta stóra mál sem við ræðum hér og greiðum atkvæði um hefur verið í meðförum þingsins í langan tíma. Það liggur nú fyrir að verði það samþykkt gengur það til fjárlaganefndar. Það liggur einnig fyrir samkomulag um afgreiðslu og málefnalega meðferð í nefndinni. Eins og staðan er núna styð ég það að málið gangi til fjárlaganefndar en ítreka að endanleg afstaða mín til málsins mun ráðast af því hvernig vinnunni þar háttar og umræðunum við 3. umr. Þá mun afstaða mín endanlega ráðast í atkvæðagreiðslu. Ég segi já.