138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:20]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Af því tilefni hvernig vinnubrögðum hefur verið háttað af hálfu ríkisstjórnarinnar við lausn á þessu máli og í þeirri von að við megum snerta einhverjar heiðarlegar taugar hjá þessari stjórn meiri hlutans hér á þingi þá langar mig að flytja erindi úr ljóði eftir mætan mann úr Hafnarfirði. Það hljóðar svo, með leyfi forseta:

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,

sjálfstraust til að efast er aðrir trúa,

djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,

manndóm til að hafa eigin skoðun.

Þingmaðurinn segir nei.