138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:21]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Frú forseti. Orðstír hefur alltaf verið Íslendingum afar mikils virði. Í orðstír felst það að staðið verði við samninga og orð, hiklaust án ákvarðanafælni og kvíðaröskunar. Samfélag þjóða er mikilvægt og nauðsynlegt á 21. öldinni. Til að vera virtur hluti af því samfélagi er nauðsynlegt að standa við orð sín og samninga. Ég geri ráð fyrir því að ég deili þeirri skoðun með þorra Íslendinga að vilja vera fullgildur þegn í þjóðasamfélaginu og segi því já.