138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:31]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Það má ekki gleymast og ég trúi því að það muni aldrei gleymast, að sögubækur sjái til þess, að Icesave-málið byggir á ömurlegri, galinni og mannfjandsamlegri frjálshyggju sem lék lausum hala allt of lengi undir stjórn þeirra afla (Gripið fram í.) sem við þekkjum. Það má heldur ekki gleymast að Icesave-málið er endapunkturinn í sögu helsta einkabanka Sjálfstæðisflokksins. Ég hef áhuga á að taka til eftir þessi öfl.

Frú forseti. Ég skal fúslega viðurkenna að þetta er ekki sérstaklega bjartur dagur en það er jafnaugljóst að ljósið við enda ganganna er farið að skera í augu sumra hér inni. Ég segi já.