138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:41]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U):

Virðulegi forseti. Ég lít ekki svo á að við séum að skrifa lokakaflann í Icesave-málinu í dag. Í besta falli erum við að ljúka við heldur dapurlegan 1. kafla í sögu sem á eftir að verða miklu lengri. Koma tímar og koma ráð. Mér finnst að að undanförnu hafi ástandið á þinginu á milli stjórnar og stjórnarandstöðu verið eins og á heimili þar sem foreldrarnir hafa lokað sig inni og rífast vegna efnahagslegrar stöðu heimilisins, kenna hvort öðru um og greinir á um leiðir til úrbóta meðan jólatréð í stofunni stendur í björtu báli. Ég segi: Það er kominn tími til að hefja slökkvistarfið. Það er kominn tími til að slá skjaldborg um fjölskyldurnar okkar, fólkið í landinu. (Gripið fram í.) Það er kominn tími til að gera eitthvað af viti á þessu þingi og liggja ekki lengur í skotgröfunum. Ég segi já.