138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:50]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það er augljóst að sú krafa sem kemur fram í þessari grein um framsal á dómsvaldi, það sem hér er mælt fyrir, er komin frá viðsemjendum ríkisstjórnar Íslands og staðfestir að hvorki bresk né hollensk stjórnvöld treysta íslenskum dómstólum til að leiða til lykta á hlutlægan hátt ágreining sem upp kann að koma vegna ágreiningsmála tengdum Icesave-málinu. Því miður staðfestir þessi lagagrein í frumvarpinu að af öllum hefur ríkisstjórn Íslands fallist á vantraust viðsemjenda sinna á íslenskum dómstólum. Ég spyr með hvaða samvisku íslenskir alþingismenn ætli að fallast á þetta vantraust. Ég segi nei.