138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:02]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það er skelfilegt þegar undirlægjuháttur og valdníðsla fara saman. Ég minni á 1262, Gamla sáttmála, og 1662, einveldislögin. Undirlægjuháttur hæstv. ríkisstjórnar er slíkur árið 2009 gagnvart þjóðum, kunnum fyrir nýlendukúgun í Evrópu. Ég segi nei, nei og aftur nei.