138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:05]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Með þessari grein eru felldir úr gildi efnahagslegu fyrirvararnir sem settir voru í sumar. Útþynnt útgáfa af þeim hefur verið sett inn í lánasamninginn, viðauka við lánasamninginn við Hollendinga og Breta, lánasamninginn sem tryggingainnstæðusjóður gerði við Hollendinga og Breta. Sá lánasamningur gildir til ársins 2016 þegar íslenska ríkið tekur við uppsöfnuðum vöxtum og því sem eftir verður af höfuðstól. Ég hef spurt mig: Getur verið að þegar þessi lánasamningur fellur úr gildi 2016 falli líka efnahagslegu fyrirvararnir úr gildi? Þetta eru útþynntir fyrirvarar (Forseti hringir.) sem eru algjörlega þvert á þá samstöðu sem náðist hér í sumar. Ég segi nei.