138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

álag á Landspítalanum.

[10:41]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör. Mér skilst að á síðustu mánuðum hafi álag á starfsfólk aukist gríðarlega á Landspítalanum og þá ekki síst á sjúkraliðastéttina. Dæmi eru um að allt að 75% fækkun sjúkraliða á vakt vegna þess að fækkað hefur verið í stöðum sjúkraliða og ekki er kallað út í stöður þeirra sem forfallast af hinum ýmsu ástæðum nema í algerum undantekningartilfellum. Mér þætti því gagnlegt að fá að vita nákvæmlega hve mikil aukning hefur orðið samkvæmt mati hæstv. ráðherra á starfsfólki og hversu mikið launin hafa þá hækkað. Þá langar mig að fá nánari útlistun á því hvar nákvæmlega og hvernig hefur dregið úr álagi.