138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

hlutur heilbrigðisráðherra í mótmælum í janúar.

[10:45]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Sú sem hér stendur tók ásamt þúsundum Reykvíkinga og Íslendinga þátt í mótmælaaðgerðum sl. vetur. Að vera kjörinn á þing tekur ekki af mönnum stjórnarskrárvarinn rétt til að lýsa skoðunum sínum, hvort heldur er í orði eða með þátttöku í friðsamlegum mótmælum. (Gripið fram í: Friðsamlegum mótmælum?) Í friðsamlegum mótmælum, vegna þess að sú sem hér stendur hefur ekki beitt neinu ofbeldi með þátttöku í mótmælaaðgerðum heldur þvert á móti fordæmt ofbeldi. Ég vitna til ályktunar þingflokks Vinstri grænna af þessu sama tilefni í fyrra. Ég sé því ekki ástæðu til þess sem hv. þingmaður segir, að biðja afsökunar á þætti mínum í þessum mótmælum fremur en ég held að fleiri þúsundir og tugþúsundir Íslendinga gerðu. Við gerðum það sem þurfti að gera, við fórum út á götur og mótmæltum og, hv. þingmaður, það bar tilætlaðan árangur.