138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um Seðlabankann.

[10:55]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Virðulegi forseti. Það má vel vera að það sé tilefni til að efna til sérstakrar rannsóknar á þessu efni en ég vil þó ekki ganga svo langt að stuðla að slíku fyrr en fyrir liggur hver niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis verður m.a. varðandi þessa þætti. Ég tel að það sé eðlilegt að standa þannig að málum að fyrst komi sú skýrsla og að hún verði skoðuð. Ef hún gefur tilefni til að fara út í sérstaka rannsókn á þessum þætti eða endurskoða lög um ábyrgð stjórnenda Seðlabankans og, ef út í það er farið, Fjármálaeftirlitsins, verður það að sjálfsögðu gert. En ég tel rétt að bíða þangað til rannsóknarnefnd Alþingis hefur skilað skýrslu sinni áður en athugað verður eða ákveðið hvort farið verður út í frekari rannsóknir eða lagabreytingar.