138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[16:53]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Einhvers misskilnings virðist gæta. Ég var ekki að spyrja hann hvort það hefði verið löglegt eða ólöglegt, ég benti honum á að þetta tíðkaðist í öllum seðlabönkum í heiminum. Það sem ég var að benda honum á var að það eru eignir á móti þessum 270 milljörðum. Ef það eru ekki eignir þar á móti hefur annaðhvort orðið sú alvarlega handvömm að kröfum hefur ekki verið lýst í þrotabú bankanna eða þingmaðurinn telur að það fáist ekkert innheimt upp í kröfur í bönkunum.

Hafandi sagt það og leiðrétt þennan misskilning bæði ríkisendurskoðanda og hv. þingmanns vil ég segja hv. þingmanni frá því að farið hefur fram rannsókn á þessu máli sem verður birt í skýrslu Alþingis í febrúar. Þar tjái (Forseti hringir.) ég mig m.a. um þetta mál og rek hluti sem ég veit um það. (Forseti hringir.) Þetta er byggt á stórum misskilningi hjá þingmanninum eins og hann setur það fram.