138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[21:00]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Nei, það er ekki eðlilegur framgangsmáti og ef við horfum til þess tíðaranda eða þeirra skilyrða sem íslenskt atvinnulíf býr við í dag er þetta eitthvað sem íslenskt atvinnulíf má síst við. Þetta getur m.a. leitt til þess, áhrifin á flóknara kerfi, að rekstrarumhverfi fyrirtækjanna verður að mörgu leyti mun erfiðara en ella og eins og ég benti á verður samfélagslegur kostnaður okkar af þessum breytingum gríðarlegur. Mér finnst allt of skarpt farið gagnvart þessum skattkerfisbreytingum. Ég hugsa að ríkisstjórninni eigi eftir að bregða á nýju ári þegar áhrifin af öllum þessum breytingum koma fram, þ.e. ef þær verða að veruleika. Ég er ansi hræddur um að þetta muni vega verulega að innviðum íslensks samfélags, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða heimili, því að hér er verið að fara í gríðarlega miklar (Forseti hringir.) breytingar á of stuttum tíma. Það þarf mun meira samráð um þessar stóru breytingar.