138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[21:26]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan var ákvörðun um nemendafjölgun tekin af ríkisstjórninni eftir raunupplýsingar frá skólum landsins.

Varðandi það að hv. menntamálanefnd hafi ekki fjallað um Keili og fleiri menntastofnanir er það rangt vegna þess að í áliti hennar er fjallað um, ef ég man rétt, menntaverkefni sem studd hafa verið með mótvægisframlagi. Mótvægisframlög vegna þorskveiðikvótans voru öll tekin út og meiri hluti menntamálanefndar lagði áherslu á að þau yrðu skoðuð, sérstaklega þar sem margir nemendur og samfélög væru undir. Þar á meðal er Háskólasetrið á Vestfjörðum og Keilir á Ásbrú. Það er ekki rétt að tillagan um þetta hafi ekki komið frá hv. menntamálanefnd því í frumvarpinu stendur að við viljum láta athuga þetta, við rökstuddum hvers vegna og fjárlaganefnd tók ákvörðun um það.