138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[21:31]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í morgun bar ég upp tillögu um það að hv. efnahags- og skattanefnd gengi að tilboði IFS um að gera áhættugreiningu á Icesave-samkomulaginu, þannig að þingmenn viti hversu miklar líkur eru á því að allt gangi vel, hversu miklar líkur eru á því að allt gangi þokkalega og hversu miklar líkur eru á því að allt gangi illa, svo maður tali ekki um hversu miklar líkur eru á því að þetta fari allt í vaskinn og íslensk þjóð verði verulega fátæk. Þetta finnst mér að þingmenn þurfi allir að vita, herra forseti, áður en þeir taka ákvörðun um að gangast inn á þennan samning. Það var einmitt þetta sem ... (Forseti hringir.) Ja, ég er að tala um stjórn fundarins af því að ...

(Forseti (ÁÞS): Forseti biður þingmanninn um að ræða málið ekki efnislega heldur ræða um fundarstjórn forseta og vekur athygli á því að hér er á dagskrá umræða um fjárlög.)

Tíminn er búinn.