138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[21:40]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil gera þá athugasemd við fundarstjórn hæstv. forseta að mér sýnist að jafnræðis sé ekki gætt í meðhöndlun stjórnarandstæðinga og stjórnarliða þegar hæstv. forseti stýrir fundi. Ég varð vitni að því áðan að þegar hv. þm. Pétur H. Blöndal var rétt hálfnaður með ræðutíma sinn fékk hann ekki hljóð fyrir bjöllu hæstv. forseta fyrr en ræðutími hv. þingmanns var búinn. Á sama tíma komu stjórnarliðar og töluðu efnislega með sama hætti um málið og hv. þm. Pétur Blöndal en fengu algjöran frið til þess að ljúka málflutningi sínum. Það er því vinsamleg ábending mín til herra forseta að hann gæti jafnræðis því að herra forseti er forseti allra þingmanna sem sitja hér í salnum en ekki bara stjórnarliða.