138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[22:17]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég lýsti því yfir áðan í ræðu minni að ég hefði áhyggjur af flutningi hjúkrunarheimila yfir til félagsmálaráðuneytisins. Ekki að það geti ekki gengið vel, ég hef áhyggjur af því að mér finnst undirbúningurinn ekki vera nægilega langt á veg kominn. Menn eru þó fljótir að bretta upp ermarnar og ég býst við að yfirlýsingar frá viðkomandi ráðherrum varðandi þennan flutning komi áður en við göngum frá þessu fjárlagafrumvarpi. Ég tel að ég hafi talað nægilega skýrt um þetta. Við viljum fá nærþjónustuna til aldraðra sem næst þeirra heimilum og inn á heimilin. Þetta hefur verið einlæg ósk félags eldri borgara. Hæstv. forseti. Ég fæ að ljúka máli mínu í seinna andsvari.