138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:01]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mér skilst á þeim aðilum sem eru frá okkur í fjárlaganefnd að nánast engin efnisleg umræða hafi farið fram í nefndinni. Réttast hefði verið að taka upp ný vinnubrögð eins og ítrekað hefur verið lofað því að geðþóttaákvarðanir út frá kjördæmum eru ekki viðeigandi á slíkum tímum sem þjóðin býr við í dag. Það er verið að vega að grunnstoðum samfélagsins á meðan peningum er dælt í verkefni sem ættu að heyra undir sérstaka sjóði. Það á ekki að vera hlutverk þingmanna að útdeila peningum í safnliðum. Ég skora á hv. þingmenn sem stjórna þessu máli að athuga það milli 2. og 3. umr. hvort ekki sé forsenda til að kippa þessum safnliðum út og einbeita sér að heilbrigðiskerfinu.