138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að hækka tryggingagjald en það má líta á tryggingagjald sem greiðslu fyrir það að hafa mann í vinnu sem þýðir að ríkisstjórnin og hv. meiri hluti er í raun að skattleggja atvinnu í landinu. Áðan ræddum við um skattlagningu á áhættufé og sparnað sem á líka að auka, þannig að menn eru á tvennan máta að þrengja að því að hér á landi skapist atvinna. Hvað skyldi það vera, frú forseti, sem við þurfum mest á að halda núna? Það er einmitt atvinna. Ég vara menn eindregið við því að þrengja svona að atvinnunni. Ég geri ekki ráð fyrir að menn geri það með ásetningi en þetta er því miður niðurstaðan úr skattalagabreytingunum. Ég skora á menn að skoða það heldur að skattleggja séreignarsparnaðinn og fresta þessum skattlagningum öllum saman þannig að almenningur, líka láglaunafólk, borgi lægri skatta. Ég segi nei.