138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:18]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að ítreka það og leggja áherslu á að þingheimur standi saman um það verkefni sem hér er rætt varðandi Keili. Ég held að það sé rétt að það séu allt að 500 nemendur sem þar stunda nám og það er augljóst að þeir fjármunir sem fjárlaganefnd hefur úthlutað til verkefnisins nægja ekki. Í þessu ljósi er rétt að ítreka það jafnframt að á þessu svæði er atvinnuleysi einna alvarlegast á landinu og ekki síst atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lakasta menntun. Þarna er einmitt verkefni sem mundi koma vel inn til að taka við þeim fjölda. Ég legg til að fjárlaganefnd fari sérstaklega yfir þetta og treysti því að hún geri það en mun ekki greiða atkvæði við þessa atkvæðagreiðslu.