138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:29]
Horfa

Ólöf Nordal (S):

Hæstv. forseti. Hér er verið að bæta við fjármagn til Hæstaréttar. Það hefur verið gríðarlegt álag á réttinum undanfarin ár og við sjáum fram á stóraukið álag á næstunni vegna hrunsins. Þingflokkur sjálfstæðismanna styður þessa breytingu meiri hluta fjárlaganefndar og greiðir henni atkvæði sitt.