138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:37]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn hvetjum ríkisstjórnina til þess að standa vörð um fæðingarorlofskerfið. Það er til fyrirmyndar og aðrar þjóðir horfa til okkar öfundaraugum. Á undanförnum vikum og dögum hafa þær fréttir borist úr félagsmálaráðuneytinu að það eigi að fara í einhverjar óvissar aðgerðir. Við munum ekki greiða atkvæði við þessa atkvæðagreiðslu en vonumst til að sá skaði sem nú er verið að gera verði bættur.