138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:41]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við erum hér að greiða atkvæði um Landspítalann sem er flaggskip heilbrigðisþjónustu okkar. Það er ekki hægt að líta á framlög til hans eða á hann einstakan heldur verður að skoða þetta í stærra samhengi. Ljóst er að ef farið verður fram eins og meiri hlutinn ráðgerir í það minnsta enn, að vera með flatan niðurskurð þar sem og á öðrum heilbrigðisstofnunum, munum við sjá þjónustuskerðingu og biðlista sem við höfum ekki séð svo árum eða áratugum skiptir.

Í þessu máli hefur verið unnið og það liggur fyrir valkostur. Ef hæstv. ríkisstjórn fer þessa leið mun það hafa þær afleiðingar sem ég nefndi, þjónustuskerðingu og biðlista sem við höfum ekki séð áður. Ég hvet hv. þingmenn meiri hlutans til þess að fara yfir þetta mál á milli umræðna. Það er annar valkostur.