138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:48]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um framlög til stjórnmálaflokka. Þau hafa verið mjög há og þótt þau séu lækkuð um 10% núna og verði þá 334,5 millj. kr. er það enn þá allt of hátt. Þeim fjármunum er örugglega hægt að verja með betri hætti. Mér finnst þetta eiginlega vera sjálftaka stjórnmálamanna og auk þess felst gríðarlegur lýðræðishalli í þessu kerfi vegna þess að stærstu flokkarnir fá alltaf mestu peningana.