138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:57]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessari tillögu meiri hluta fjárlaganefndar er lagt til að fjárheimildir til Vatnajökulsþjóðgarðs verði hækkaðar um 100 millj. kr. og verði eftir þessar breytingar 480 milljónir. Telji ríkisstjórnin vera svigrúm til að hækka fjárheimildir til þjóðgarða ætti sú hækkun að fara til þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem fær einungis 28 millj. kr. á þessu ári og hefur aldrei fengið stofnframlag.

Virðulegi forseti. Ég krefst þess að þessi mismunun verði tekin til rækilegrar skoðunar og lagfærð í fjárlaganefnd á milli 2. og 3. umr.