138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:59]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Hér fjöllum við um tillögu til breytinga á næststærsta útgjaldalið í rekstri ríkissjóðs á eftir útgjöldum til félags- og tryggingamála. Hér er um að ræða tæpa 100 milljarða kr. Miðað við þá litlu vinnu og litlu skýringar sem fengust á þessum þætti og í ljósi þess hversu flókið mál er á ferðinni hefði verið æskilegt að fá fyllri skýringar á því sem þarna er á ferðinni. Ég fullyrði að fjárlaganefndin hefði betur gefið þessum þætti málsins í tengslum við afgreiðslu fjárlaga rýmri tíma en gert var og tel nauðsynlegt að á milli umræðna verði horft til þessara þátta. Eins og ég nefndi er þetta næststærsti útgjaldaliðurinn og það er ekki sæmandi fyrir okkur að afgreiða hann við 3. umr. með jafnlitlum undirbúningi og liggur fyrir við þessa afgreiðslu, fyrir utan þær skuldbindingar sem enn eru ófærðar inn í fjárlögin.