138. löggjafarþing — 45. fundur,  15. des. 2009.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[21:34]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var ánægjulegt, en svo sem ekki nýjar upplýsingar. Ég þakka fyrir og fagna því að hátækni- og sprotageirinn sé að springa út, enda eru þar mjög kraftmiklir einstaklingar á ferð. En ég þarf nú að leggja býsna langa lykkju á leið mína til að sjá að það sé ríkisstjórninni að þakka. Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin fari að springa út líkt og tölvugeirinn.