138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

ummæli sem féllu í umræðum um störf þingsins.

[11:06]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Því var haldið fram fyrir smástundu að ég hefði fagnað því að bankarnir hefðu verið færðir til kröfuhafanna, gefnir til kröfuhafanna, seldir eða hvernig það var orðað af hæstv. utanríkisráðherra.

(Forseti (RR): Um fundarstjórn forseta.)

Nú kemur akkúrat að því. [Hlátur í þingsal.] Ég ætla að biðja hæstv. forseta að beita sér fyrir því að flett verði upp í þingtíðindum og hæstv. utanríkisráðherra sýnt fram á að ég sagði þetta ekki í gær. Hæstv. utanríkisráðherra er sérstakur áhugamaður um ræður mínar og situr yfirleitt undir þeim. Við ræðum þær oft löngum stundum eftir að þær hafa verið fluttar og þá ætti hæstv. utanríkisráðherra að minnast þess þegar ég varaði í langri ræðu um daginn við því hvernig verið væri að færa bankana undir kröfuhafana vegna þess að það kæmi niður á því (Forseti hringir.) hvernig við gætum meðhöndlað afskriftirnar.