138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

70. mál
[11:48]
Horfa

Frsm. viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil bæta við að það er ætlun formanns viðskiptanefndar að taka á víðtækari hátt á stöðu hluthafa eftir áramót. Því miður hefur tími viðskiptanefndar fram til þessa að mestu farið í endurreisn bankakerfisins en við sem þekkjum til áhrifa fjármálakreppu á atvinnulífið vitum að hún bitnar ekki síður á raunhagkerfinu eða fyrirtækjunum í landinu og það þarf að taka á ýmsum álitamálum sem m.a. leiddu til hrunsins og erfiðleikum sem gera endurreisn efnahagslífsins mjög erfiða.