138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[12:16]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á það þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir fyrirspurnina. Viðskiptanefnd ræddi ekki sérstaklega hvort það bæri að ganga lengra en segir í tilskipuninni. Reyndar er það almennt viðhorf viðskiptanefndar að það eigi ekki að ganga miklu lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir, en eins og ég hef áður lýst yfir í þinginu er ætlunin að fara betur yfir upplýsingagjöf fyrirtækja og minnihlutavernd eftir áramót og eins og ég hef líka sagt áður hefur hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra jafnframt áhuga á að leggja fram frumvarp þess efnis.

Ég vil að lokum taka undir áhyggjur hv. þingmanns um að taka þurfi sérstaklega á krosseignatengslum fyrirtækja og að skylda fyrirtæki til að gefa þau upp og skrá niður upplýsingar um leið og einhverjar breytingar verða á þeim.