138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[12:46]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil mótmæla því sem fullyrt var hér áðan að svona ákvæði breyti litlu eða engu. Eins og ég gat um í máli mínu hækkaði hlutfall kvenna í stjórnum hlutafélaga úr 9% í 36% eftir að Norðmenn settu þetta ákvæði inn í lögin. Það er því ekki hægt að halda því fram að lagasetning sambærileg við það sem við erum að leggja til í 1. minni hluta viðskiptanefndar sé gagnslaus.