138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[13:18]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Fyrsti minni hluti viðskiptanefndar leggur það til í 2. gr. að í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn skuli að jafnaði um 40% stjórnarmanna vera af hvoru kyni. Þetta ákvæði á ekki að taka gildi fyrr en 1. september 2013 þannig að fyrirtækjum er gefinn kostur á því að ná þessu hlutfalli áður en ákvæðið kemur til framkvæmda. Það er von okkar í viðskiptanefnd að þetta ákvæði þurfi aldrei að koma til framkvæmda, að atvinnulífið sjái fram á það að ekki verði sátt um endurreisnina nema fleiri konur komi að henni. Ég segi já.