138. löggjafarþing — 47. fundur,  16. des. 2009.

kynning á málstað Íslendinga í Icesave-málinu.

284. mál
[14:01]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ansi finnst mér tónninn í hæstv. utanríkisráðherra dapurlegur yfir þessum spurningum því að við komum alltaf að sama endanum í þessu máli. Svo virðist sem kynningin erlendis fyrir málstað Íslendinga sé nánast engin. Vissulega kom hæstv. utanríkisráðherra inn á það að hér stóð utanríkisþjónustan sig afskaplega vel í aðdraganda hruns bankanna. Ég var úti á nefndasviði að lesa leynimöppurnar og í þeim leyniskjölum sem þar eru er alveg til fyrirmyndar hvernig íslenskar sendinefndir, starfsmenn sendiráðanna, gerðu drög og minnisblöð að þeim fundum sem haldnir voru. Þetta er nokkuð sem vantar núna inn hjá okkur þingmönnum svo við getum tekið ábyrga afstöðu með eða á móti ríkisábyrgðinni. Það er tímabilið frá því að leynimappan var lögð fram og til dagsins í dag. Þar höfum við hvergi aðgang að þeim samskiptum sem hið opinbera hefur haft við erlenda aðila og ég fer fram á það, eins og ég fór fram á það fyrir 10 dögum eða hálfum mánuði, að þessum leyndarhjúpi (Forseti hringir.) verði aflétt með leynimöppunni og við fáum tafarlaust aðgang að samskiptum (Forseti hringir.) þessa tímabils.