138. löggjafarþing — 48. fundur,  16. des. 2009.

almannatryggingar o.fl.

274. mál
[18:41]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir framsöguna fyrir nefndaráliti hans í þessu máli. Hann er hér með breytingartillögu um að 16. gr. falli brott í heild sinni. Það vekur líka athygli mína, þar sem ég á ekki sæti í þessari nefnd, vinnubrögðin og hraðinn sem málið fékk í gegnum nefndina. Er einhver skýring gefin á því hvers vegna málið er rekið með þessum hraða í gegnum nefndina og var það eitthvað rætt sérstaklega? Er þetta mál sem hugsanlega væri hægt að fara aðeins betur yfir að mati þingmannsins og fresta afgreiðslu?