138. löggjafarþing — 48. fundur,  16. des. 2009.

fundarstjórn.

[20:15]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Frú forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að ég tel rétt að gera örstutt hlé á þessum fundi meðan forseti beitir sér fyrir því að botn fáist í þann ágreining sem upp er kominn til að við verðum ekki með þingstörfin í uppnámi það sem eftir lifir þessa þings í raun. Það er ákveðið samkomulag í gildi og við þurfum einfaldlega að passa að það verði virt. Ég hvet virðulegan forseta til að beita sér fyrir því að það verði skýrt og ég tel mjög skynsamlegt að gera þá örstutt hlé á þessum fundi.