138. löggjafarþing — 48. fundur,  16. des. 2009.

almannatryggingar o.fl.

274. mál
[20:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er mjög ánægður að heyra að tíminn hafi ekki stöðvast í ráðuneytinu, ég hélt reyndar að hann væri farinn að ganga afturábak. Og það sýnist mér á öllu því sem við erum að upplifa hérna, fæðingarorlof og slíkt, eins og menn séu að bakka út úr velferðarkerfinu. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að menn stundi markvissa varnarbaráttu til að verja velferðarkerfið, verja þær stoðir velferðarkerfisins sem ekki mega bila og kasta því sem má missa sín fyrir róða. Menn þurfa virkilega að velja og hafna núna og ekki stunda flatan niðurskurð.